Ekkert hefur spurst til Nadezhdu Tolokonnikova eftir að hún var flutt á milli fangelsa í Rússlandi fyrir tíu dögum síðan.
Hún var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir mótmæli í kaþólskri kirkju með tveimur vinkonum sínum úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot.
Á fréttavef breska ríkisúvarpsins er haft eftir eiginmanni hennar að engar upplýsingar fáist um hvar hún dvelur.
Tolokonnikova dvaldi áður í Mordovíu og hafði verið í hunguverkfalli til að mótmæla slæmum aðbúnaðir í fangelsinu.
Eiginmaður hennar segist trúa því að yfirvöld í Moskvu hafi tekið ákvörðun um að slíta öll tengsl hennar við umheiminn.