Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 24-24 | Sólveig tryggði Stjörnunni stig Anton Ingi Leifsson á Hlíðarenda skrifar 9. nóvember 2013 15:00 Mynd/Vilhelm Valur og Stjarnan gerðu 24-24 jafntefli í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag en bæði lið hafa því enn ekki tapað leik í deildinni í vetur. Leikurinn var virkilega skemmtilegur en Stjarnan heldur toppsætinu með jafnteflinu. Sólveig Lára Kjærnested tryggði Stjörnunni jafntefli þegar hún tók frákast af línunni og skoraði jöfnunarmarkið sjö sekúndum fyrir leikslok. Stjörnukonur skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér jafntefli. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk en Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val. Valsstúlkur skoruðu fyrsta markið og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Staðan var orðin 7-3 eftir tíu mínútur, en þá rönkuðu Stjörnustúlkur við sér og settu mikinn hraða í sinn leik og Sólveig Lára og Hanna Guðrún voru baneitraðar í hraðaupphlaupum. Þær breyttu stöðunni úr 7-3 í 10-8 sér í vil á tíu mínútum. Gestirnir leiddu síðan í hálfleik 13-12. Síðari hálfleikurinn var einnig taumlaus skemmtun en eftir sex mínútur í síðari hálfleik leiddu Garðbæingar með þremur mörkum og þannig var staðan þangað til um stundarfjórðungur var eftir. Þá söxuðu Valsstúlkur á gestina og komumst yfir á 53. mínútu, 23-22, í fyrsta skipti síðan á 16. mínútu þegar Ragnhildur Rósa skoraði með góðu skoti. Eftir það var leikurinn hníjafn allt til enda og lokamínútur voru æsispennandi. Aðalheiður Hreinsdóttir kom Val tveimur mörkum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, en Esthter Viktoría minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir. Þær unnu svo boltann og geystust í sókn, en reyndu sirkus mark sem heppnaðist ekki - unnu þó aftur boltann, en Guðný Jenný varði frá Hönnu Guðrúnu. Þá héldu flestir að Valur væri með sigurinn vísan, en boltinn fór á Stjörnustúlku sem lagði boltann á Sólveigu Láru sem skoraði. Sjö sekúndur eftir og Stefán tók leikhlé. Staðan 24-24. Valsstúlkur náðu ekki að skora og lokastaðan því bráðfjörugt jafntefli. Leikurinn var virkilega skemmtilegur og spennan mikil. Leikurinn var flott auglýsing fyrir íslenskan kvennahandbolta og mikið undir, sjálft toppsætið. Með jafnteflinu er því Stjarnan enn á toppnum með fimmtán stig, stigi á undan Val sem er í öðru sæti. Ragnhildur Rósa átti mjög góðan leik fyrir Val og skoraði sex mörk, en mörg þau voru virkilega mikilvæg. Aðalheiður Hreinsdóttir átti einnig flottan leik og skoraði fimm mörk, þrjú þeirra úr hraðaupphlaupum. Guðný Jenný var mögnuð í markinu og var með fimmtíu prósent markvörslu, gjörsamlega lokaði markinu. Sólveig Lára spilaði vel fyrir Stjörnuna og skoraði sjö mörk, en Hanna Guðrún skoraði sex og Rakel Dögg fimm. Florentina Stanciu varði ágætlega í marki Stjörnunnar, en hún varði fimmtán skot, mörg hver úr dauðafærum. Skúli: Blendnar tilfinningar„Þetta eru blendnar tilfinningar. Að sumu leyti er ég svekktur með að klára þetta ekki með sigri, en það er samt ósanngjarnt að segja það því þær voru komnar hálfa leið með sigur þarna í restina. Við sýndum mikinn karakter með að koma til baka og ná að jafna þetta.," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við spiluðum frábæra vörn á kafla í leiknum, en áhyggjuefni að ná ekki að nýta okkur þetta í hröðum sóknum. Yfir höfum vorum við ekki nógu góðar í sókn og ekki í skotum heldur," sagði Skúli. Stelpurnar hans Skúla virtust ekki alveg vera klárar í byrjun leiks, en þær lentu 7-3 undir. Þá tóku þær hann hins vegar við sér og náðu góðum kafla: „Ég hefði verið til í að við hefðum spilað allan leikinn eins og kaflinn sem kom eftir að við lentum 7-3 undir. Þá kom frábær vörn og hraðaupphlaup, það er okkar bolti. Það gekk hins vegar ekki allan leikinn," sagði Skúli. Stjarnan er á toppnum og Skúli er skiljanlega ánægður með þá staðreynd: „Já klárlega, engin spurning. Þetta eru samt blendnar tilfinningar eftir svona leik," sagði Skúli við Vísi að leik loknum. Stefán Arnarson, þjálfari Vals: Svekkjandi að vinna ekki „Svekkjandi að vinna þetta ekki eftir að við vorum komin í 24-22. Heilt yfir sanngjörn úrslit," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals. „Við vorum bara óskynsamar í sókn á tímabili í fyrri hálfleik og Stjarnan fékk nokkur hraðaupphlaup. Þú mátt ekki hlaupa Stjörnuliðinu í hraðaupphlaup. En ég er ánægðastur með að við komum sterk inn í seinni hálfleik, vorum þremur mörkum undir, jöfnum, lendum aftur undir en snúum stöðunni í 24-22 en ósáttur að hafa ekki klárað þetta," sagði Stefán „Við þurfum að bæta margt. Við þurfum að spila betri vörn og keyra betur seinni bylgju. Einnig þurfum við að spila agaðri sóknarleik," sagði Stefán Guðný Jenný var frábær í marki Vals í dag og Stefán segist vera með tvo frábæra markverði: „Hún stóð sig frábærlega. Við erum með tvo góða markverði, Sigríður(Arnfjörð Ólafsdóttir) stóð sig frábærlega gegn Fram og Jenný var frábær í dag," sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu 24-24 jafntefli í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag en bæði lið hafa því enn ekki tapað leik í deildinni í vetur. Leikurinn var virkilega skemmtilegur en Stjarnan heldur toppsætinu með jafnteflinu. Sólveig Lára Kjærnested tryggði Stjörnunni jafntefli þegar hún tók frákast af línunni og skoraði jöfnunarmarkið sjö sekúndum fyrir leikslok. Stjörnukonur skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér jafntefli. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk en Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val. Valsstúlkur skoruðu fyrsta markið og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Staðan var orðin 7-3 eftir tíu mínútur, en þá rönkuðu Stjörnustúlkur við sér og settu mikinn hraða í sinn leik og Sólveig Lára og Hanna Guðrún voru baneitraðar í hraðaupphlaupum. Þær breyttu stöðunni úr 7-3 í 10-8 sér í vil á tíu mínútum. Gestirnir leiddu síðan í hálfleik 13-12. Síðari hálfleikurinn var einnig taumlaus skemmtun en eftir sex mínútur í síðari hálfleik leiddu Garðbæingar með þremur mörkum og þannig var staðan þangað til um stundarfjórðungur var eftir. Þá söxuðu Valsstúlkur á gestina og komumst yfir á 53. mínútu, 23-22, í fyrsta skipti síðan á 16. mínútu þegar Ragnhildur Rósa skoraði með góðu skoti. Eftir það var leikurinn hníjafn allt til enda og lokamínútur voru æsispennandi. Aðalheiður Hreinsdóttir kom Val tveimur mörkum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, en Esthter Viktoría minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir. Þær unnu svo boltann og geystust í sókn, en reyndu sirkus mark sem heppnaðist ekki - unnu þó aftur boltann, en Guðný Jenný varði frá Hönnu Guðrúnu. Þá héldu flestir að Valur væri með sigurinn vísan, en boltinn fór á Stjörnustúlku sem lagði boltann á Sólveigu Láru sem skoraði. Sjö sekúndur eftir og Stefán tók leikhlé. Staðan 24-24. Valsstúlkur náðu ekki að skora og lokastaðan því bráðfjörugt jafntefli. Leikurinn var virkilega skemmtilegur og spennan mikil. Leikurinn var flott auglýsing fyrir íslenskan kvennahandbolta og mikið undir, sjálft toppsætið. Með jafnteflinu er því Stjarnan enn á toppnum með fimmtán stig, stigi á undan Val sem er í öðru sæti. Ragnhildur Rósa átti mjög góðan leik fyrir Val og skoraði sex mörk, en mörg þau voru virkilega mikilvæg. Aðalheiður Hreinsdóttir átti einnig flottan leik og skoraði fimm mörk, þrjú þeirra úr hraðaupphlaupum. Guðný Jenný var mögnuð í markinu og var með fimmtíu prósent markvörslu, gjörsamlega lokaði markinu. Sólveig Lára spilaði vel fyrir Stjörnuna og skoraði sjö mörk, en Hanna Guðrún skoraði sex og Rakel Dögg fimm. Florentina Stanciu varði ágætlega í marki Stjörnunnar, en hún varði fimmtán skot, mörg hver úr dauðafærum. Skúli: Blendnar tilfinningar„Þetta eru blendnar tilfinningar. Að sumu leyti er ég svekktur með að klára þetta ekki með sigri, en það er samt ósanngjarnt að segja það því þær voru komnar hálfa leið með sigur þarna í restina. Við sýndum mikinn karakter með að koma til baka og ná að jafna þetta.," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við spiluðum frábæra vörn á kafla í leiknum, en áhyggjuefni að ná ekki að nýta okkur þetta í hröðum sóknum. Yfir höfum vorum við ekki nógu góðar í sókn og ekki í skotum heldur," sagði Skúli. Stelpurnar hans Skúla virtust ekki alveg vera klárar í byrjun leiks, en þær lentu 7-3 undir. Þá tóku þær hann hins vegar við sér og náðu góðum kafla: „Ég hefði verið til í að við hefðum spilað allan leikinn eins og kaflinn sem kom eftir að við lentum 7-3 undir. Þá kom frábær vörn og hraðaupphlaup, það er okkar bolti. Það gekk hins vegar ekki allan leikinn," sagði Skúli. Stjarnan er á toppnum og Skúli er skiljanlega ánægður með þá staðreynd: „Já klárlega, engin spurning. Þetta eru samt blendnar tilfinningar eftir svona leik," sagði Skúli við Vísi að leik loknum. Stefán Arnarson, þjálfari Vals: Svekkjandi að vinna ekki „Svekkjandi að vinna þetta ekki eftir að við vorum komin í 24-22. Heilt yfir sanngjörn úrslit," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals. „Við vorum bara óskynsamar í sókn á tímabili í fyrri hálfleik og Stjarnan fékk nokkur hraðaupphlaup. Þú mátt ekki hlaupa Stjörnuliðinu í hraðaupphlaup. En ég er ánægðastur með að við komum sterk inn í seinni hálfleik, vorum þremur mörkum undir, jöfnum, lendum aftur undir en snúum stöðunni í 24-22 en ósáttur að hafa ekki klárað þetta," sagði Stefán „Við þurfum að bæta margt. Við þurfum að spila betri vörn og keyra betur seinni bylgju. Einnig þurfum við að spila agaðri sóknarleik," sagði Stefán Guðný Jenný var frábær í marki Vals í dag og Stefán segist vera með tvo frábæra markverði: „Hún stóð sig frábærlega. Við erum með tvo góða markverði, Sigríður(Arnfjörð Ólafsdóttir) stóð sig frábærlega gegn Fram og Jenný var frábær í dag," sagði Stefán að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira