Íslenski boltinn

Anna María: Gekk illa að leysa pressuna

Það var nóg að gera hjá Önnu Maríu og félögum í vörninni.
Það var nóg að gera hjá Önnu Maríu og félögum í vörninni. mynd/daníel
Anna María Baldursdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hún leysti erfitt verkefni ágætlega og náði að halda aftur af Önu Mariu Crnogorcevic.

„Það var spennandi að byrja inná og ég hefði auðvitað viljað klára leikinn en þetta fór ekki eins og við vildum,“ sagði Anna María Baldursdóttir eftir leikinn.

„Ég var ekki búin að vera að spila mikið í sumar í bakverðinum, hef bæði verið inn á miðju og meidd svo að vera með í þessum leik kom mér svolítið á óvart. Það kom mér á óvart að vera valinn í hópinn í kvöld,“

Verkefni hennar var ekki auðvelt í upphafi leiks, hún var í hægri bakverði gegn Önu Mariu sem skoraði fjögur mörk í síðasta sigri Svissneska liðsins.

„Ég var svolítið stressuð í upphafi en ég hef spilað á móti svipuðum leikmönnum áður en þær voru margar góðar frammi sem voru alltaf að skipta um stöður. Við lentum í örlitlum erfiðleikum því maður vissi ekki hvern maður átti að dekka,“

„Við vissum að þetta væri snöggt lið en þær voru að vinna návígin sem við áttum að vinna fyrirfram, við þurftum að vinna þá baráttu. Við náðum ekki að leysa úr pressuni heldur vorum við að sparka of mikið fram í leiknum,“ sagði Anna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×