Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 19:32 Leo Chenal stal fyrirsögnunum eftir ótrúlegan sigur Chiefs. Kansas City Chiefs Kansas City Chiefs eru á einhvern ótrúlegan hátt enn ósigraðir í NFL-deildinni. Liðið hefur nú unnið níu leiki í röð en það má segja að liðið lifi á lyginni. Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions NFL Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira
Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions
NFL Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira