Íslenski boltinn

Víkingur á toppinn eftir sigur á Grindavík | Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Arnþór.
Víkingar eru komnir á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Grindavík í Fossvoginum í kvöld.

Hjörtur Júlíus Hjartarson kom heimamönnum yfir í upphafi leiksins en það var síðan Stefán Þór Pálsson jafnaði metin fyrir Grindavík nokkrum andartökum síðar. Víkingar voru einfaldlega sterkari í síðari hálfleiknum og innbyrtu góðan sigur.

Þróttarar unnu einnig frábæran sigur á Haukum 2-1 í Hafnafirðinum og eru Þróttarar komnir með 11 stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Haukar töpuðu þremur dýrmætum stigum í toppbaráttunni.

Víkingur - Grindavík4-2

1-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson (3.), 1-1 Stefán Þór Pálsson (6.), 1-2 Stefán Þór Pálsson (56.), 2-2 Pape Mamadou Faye (62.), 3-2 Viktor Jónsson (75.), 4-2 Dofri Snorrason (92.)

Haukar - Þróttur1-2

0-1 Sveinbjörn Jónasson (22.), 1-1 Hilmar Trausti Arnarsson (29, 1-2 Andri Björn Sigurðsson (50.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×