Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 2-3 | Ótrúleg endurkoma Stjörnumanna Stefán Hirst Friðriksson skrifar 7. júlí 2013 18:30 Mynd / ERNIR Stjörnumenn eru komnir áfram í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir ótrúlegan sigur á heimamönnum í Fylki í kvöld. Gestirnir úr Garðabænum voru manni færri og tveimur mörkum undir þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þem tókst að jafna leikinn og vinna í framlengingu. Fylkismenn komust svo yfir á 39. mínútu leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson fékk boltann innfyrir vörn gestanna. Hann lét sér ekki segjast, tók boltann á lofti og hamraði honum í fjærhornið. Frábærlega klárað. Fylkismenn því með verðskuldaða 1-0 forystu eftir hálfleik sem var algjörlega eign þeirra. Stjörnumenn ekki með. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri og voru töluvert betri. Það var svo á 60. mínútu sem Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar felldi Odd Inga Guðmundsson innan vítateigs. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins hikaði ekki og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu ásamt því að gefa Ingvari rautt spjald. Viðar Örn fór á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Títtnefndur Viðar Örn kom Fylkis-mönnum í 2-0 þegar hann skoraði glæsilegt mark á 73. mínútu. Fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum í gegnum klof varnarmanns og í bláhornið. Nú héldu flestir á vellinum að leikurinn væri búinn en annað átti eftir að koma á daginn. Garðar Jóhannsson hóf endurkomuna þegar hann minnkaði muninn fyrir Stjörnumenn á 84. mínútu. Það var svo Tryggvi Sveinn Bjarnason sem náði að jafna leikinn á lokasekúndum venjulegs leiktíma með því að skalla knettinum í bláhornið. Ótrúlegt. Þetta átti eftir að verða enn dramatískara því að Tryggvi Sveinn tryggði sínum mönnum sigurinn á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingar með öðru skallamarki. Ein ótrúlegasta endurkoma sem maður man eftir og afrek út af fyrir sig hjá gestunum. Tókst að vinna leikinn þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í honum fyrstu 85. mínúturnar. Heimamenn verða örugglega næstu mánuðina að velta því fyrir sér hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður, algjörlega óskiljanlegur klaufaskapur af þeirra hálfu.Logi: Drengirnir eiga mikið hrós skilið„Þetta var virkilega sterkt hjá okkur. Að ná að koma til baka eftir mjög slakan fyrir hálfleik. Við vöknuðum upp við vondan draum í stöðunni 2-0 og manni færri. Drengirnir mínir eiga mikið hrós skilið fyrir endurkomuna hér í kvöld. Við vorum slakir í þessum leik en strákarnir misstu aldrei trúnna á því að við gætum jafnað og unnið þennan leik.," sagði Logi. Logi setti Tryggva Svein Bjarnason í framlínuna í síðari hálfleiknum, sem þakkaði honum traustið og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnumenn. „Við höfum nýtt Tryggva með þessum hætti í sumar. Við höfum nýtt hann á þennan máta í sumar þar sem hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki inn á vellinum," bætti Logi við. Aðspurður um hvort að Stjörnumenn ætluðu sér ekki alla leið í bikarnum í sumar sagði Logi. „Nú þurfum við að fara varlega, við eigum undanúrslitin eftir og þurfum við að koma okkur í gegnum það áður en við hugsum eitthvað lengra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.Ásmundur: Maður er orðlaus„Við komum flott inn í þennan leik, erum miklu betri aðilinn í áttatíu mínútur, komnir með tveggja marka forystu, manni fleiri en svo hrynur þetta allt. Þetta er með ólíkindum og maður er bara orðlaus," sagði Ásmundur. „Þetta er andlegi þátturinn sem við erum að eiga við. Sjálfstraustið er er lítið og menn fara bara á taugum. Við náum ekkert að senda á milli okkar eftir að þeir skora og menn fara bara hreinlega á taugum. Þetta er algjör aumingjaskapur af okkar hálfu að klára þennan leik ekki," bætti Ásmundur við. „Þessi leikur var mikið högg á okkur andlega. Maður þarf að reyna að taka það jákvæða og það var margt svoleiðis í þessum leik. Við þurfum bara að halda áfram," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Stjörnumenn eru komnir áfram í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir ótrúlegan sigur á heimamönnum í Fylki í kvöld. Gestirnir úr Garðabænum voru manni færri og tveimur mörkum undir þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þem tókst að jafna leikinn og vinna í framlengingu. Fylkismenn komust svo yfir á 39. mínútu leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson fékk boltann innfyrir vörn gestanna. Hann lét sér ekki segjast, tók boltann á lofti og hamraði honum í fjærhornið. Frábærlega klárað. Fylkismenn því með verðskuldaða 1-0 forystu eftir hálfleik sem var algjörlega eign þeirra. Stjörnumenn ekki með. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri og voru töluvert betri. Það var svo á 60. mínútu sem Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar felldi Odd Inga Guðmundsson innan vítateigs. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins hikaði ekki og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu ásamt því að gefa Ingvari rautt spjald. Viðar Örn fór á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Títtnefndur Viðar Örn kom Fylkis-mönnum í 2-0 þegar hann skoraði glæsilegt mark á 73. mínútu. Fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum í gegnum klof varnarmanns og í bláhornið. Nú héldu flestir á vellinum að leikurinn væri búinn en annað átti eftir að koma á daginn. Garðar Jóhannsson hóf endurkomuna þegar hann minnkaði muninn fyrir Stjörnumenn á 84. mínútu. Það var svo Tryggvi Sveinn Bjarnason sem náði að jafna leikinn á lokasekúndum venjulegs leiktíma með því að skalla knettinum í bláhornið. Ótrúlegt. Þetta átti eftir að verða enn dramatískara því að Tryggvi Sveinn tryggði sínum mönnum sigurinn á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingar með öðru skallamarki. Ein ótrúlegasta endurkoma sem maður man eftir og afrek út af fyrir sig hjá gestunum. Tókst að vinna leikinn þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í honum fyrstu 85. mínúturnar. Heimamenn verða örugglega næstu mánuðina að velta því fyrir sér hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður, algjörlega óskiljanlegur klaufaskapur af þeirra hálfu.Logi: Drengirnir eiga mikið hrós skilið„Þetta var virkilega sterkt hjá okkur. Að ná að koma til baka eftir mjög slakan fyrir hálfleik. Við vöknuðum upp við vondan draum í stöðunni 2-0 og manni færri. Drengirnir mínir eiga mikið hrós skilið fyrir endurkomuna hér í kvöld. Við vorum slakir í þessum leik en strákarnir misstu aldrei trúnna á því að við gætum jafnað og unnið þennan leik.," sagði Logi. Logi setti Tryggva Svein Bjarnason í framlínuna í síðari hálfleiknum, sem þakkaði honum traustið og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnumenn. „Við höfum nýtt Tryggva með þessum hætti í sumar. Við höfum nýtt hann á þennan máta í sumar þar sem hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki inn á vellinum," bætti Logi við. Aðspurður um hvort að Stjörnumenn ætluðu sér ekki alla leið í bikarnum í sumar sagði Logi. „Nú þurfum við að fara varlega, við eigum undanúrslitin eftir og þurfum við að koma okkur í gegnum það áður en við hugsum eitthvað lengra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.Ásmundur: Maður er orðlaus„Við komum flott inn í þennan leik, erum miklu betri aðilinn í áttatíu mínútur, komnir með tveggja marka forystu, manni fleiri en svo hrynur þetta allt. Þetta er með ólíkindum og maður er bara orðlaus," sagði Ásmundur. „Þetta er andlegi þátturinn sem við erum að eiga við. Sjálfstraustið er er lítið og menn fara bara á taugum. Við náum ekkert að senda á milli okkar eftir að þeir skora og menn fara bara hreinlega á taugum. Þetta er algjör aumingjaskapur af okkar hálfu að klára þennan leik ekki," bætti Ásmundur við. „Þessi leikur var mikið högg á okkur andlega. Maður þarf að reyna að taka það jákvæða og það var margt svoleiðis í þessum leik. Við þurfum bara að halda áfram," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira