Íslenski boltinn

James sá frægasti síðan Jagger var hér

Stefán Árni Pálsson skrifar
David James og Mick Jagger
David James og Mick Jagger Mynd / Samsett

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs BÍ/Bolungarvík, er borubrattur fyrir leikinn gegn ÍBV í Borgunarbikarnum í kvöld.

Djúpmenn taka á móti Eyjamönnum kl 18:00 í 16-liða úrslitum.

„Stemmningin er bara svona fín. Ég skynja ekki alveg sama andrúmsloft og þegar við tókum á móti KR-ingum árið 2011.“

„Það hefur gengið vel hjá liðinu í sumar og mikill meðbyr með liðinu. Það gerist ekki á hverjum degi þar sem þrír leikmenn sem hafa allir spilað í ensku úrvalsdeildinni leik á Torfnesvelli á Ísafirði,“ sagði Samúel, en þeir David James, Hermann Hreiðarsson og Nigel Quashie, leikmaður BÍ/Bolungarvík, taka allir þátt í leiknum í kvöld.

„Við höfum verið að blása upp allt umtal þessa leikmenn í bænum og vonumst til að fylla nýju stúkuna okkar, en hún tekur 540 manns.“

„David James er kannski ekki frægasti maðurinn sem hefur komið til Ísafjarðar en Mick Jagger kom hingað um árið, hann er samt alveg án efa frægasti knattspyrnumaðurinn sem hefur spilað fótbolta hér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×