Íslenski boltinn

Ekkert annað í stöðunni en að gera mynd um ævintýrið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimildarmyndin „Leiðin að titlinum“ var frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Í myndinni er rifjuð upp leið Völsungs að deildarmeistaratitlinum í annarri deild karla síðasta sumar.

Stuðningsmenn Völsungs kalla sig Græna herinn og tveir þeirra hörðustu, Rafnar Orri Gunnarsson og Ingvar Björn Guðlaugsson, eiga heiðurinn að gerð myndarinnar.

„Í upphafi sumars byrjuðum við á að ferðast með liðinu í hvern einasta leik. Svo byrjaði þetta að líta út fyrir að við yrðum í toppbaráttu og myndum ná í þessa blessuðu dollu. Það var ekkert annað í stöðunni en að gera mynd um þetta ævintýri, segir Rafnar Orri.

Drengirnir tóku upp um 70 klst af efni en tókst að skera það niður í tvær klukkustundir. Myndin var sýnd heimamönnum á Húsavík í síðustu viku.

„Svo vatt þetta bara rosalega upp á sig og við erum gríðarlega ánægðir með útkomuna,“ segir Ingvar Björn.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Rætt var við þá Rafnar Orra og Ingvar Björn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×