Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 22-25 | Valur bikarmeistari Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 10. mars 2013 00:01 Mynd/Daníel Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn. Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira