Bréf til þingheims um öryrkja 23. nóvember 2012 06:00 Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun