Bréf til þingheims um öryrkja 23. nóvember 2012 06:00 Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun