Sjáumst! 22. nóvember 2012 06:00 Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endurskin. Ökumaður sér vegfaranda með endurskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfarendur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hangandi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikilvægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfarenda hefur aukist á síðustu árum. Hjólreiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskinsmerki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endurskin. Ökumaður sér vegfaranda með endurskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfarendur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hangandi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikilvægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfarenda hefur aukist á síðustu árum. Hjólreiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskinsmerki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar