Þær eru ógeðslega stórar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Verður Hún með? Þorgerður Anna Atladóttir er búin að vera frábær í vetur en meiddist fyrir viku síðan. Hún ætlar sér að spila í kvöld. Fréttablaðið/daníel Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. Rúmensku stelpurnar fóru alla leið í úrslitaleik keppninnar í fyrravetur en Valskonur eru á heimavelli og hafa á móti unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Meiddist á hné á æfinguÞað er þó ekki öruggt að Valskonur geti teflt fram sínu sterkasta liði í leikjunum. Stórskyttan Þorgerður Anna Atladóttir meiddist á hné fyrir sjö dögum og var ekkert með í sigrum liðsins á Selfossi og FH í vikunni. „Ég var að koma úr myndatöku," sagði Þorgerður Anna þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ég meiddi mig í hnénu á æfingu á föstudaginn. Ég reif smá í liðþófanum í janúar og það er möguleiki á því að rifan hafi bara stækkað aðeins. Ég vona bara að þetta sé lítið eða ekkert," sagði Þorgerður Anna sem þarf að bíða eftir niðurstöðu læknisins um hvort þetta sé eitthvað sem geti versnað eða hvort það sé í lagi fyrir hana að spila leikina. „Það eru tveir leikir í næstu viku og svo er landsliðið að hittast eftir tíu daga. Þetta er ekki alveg besti tíminn til að meiða sig," segir Þorgerður sem hefur verið í stuði í vetur. „Ég er búin að finna mig mjög vel síðan að tímabilið byrjaði og þetta er því mjög leiðinlegur tímapunktur," segir Þorgerður sem er orðin þreytt á öllum þessum meiðslum sem banka reglulega upp á hjá henni. „Þetta fer nú að taka bráðum á sálarlífið. Ég er bara tvítug og líst ekki alveg nógu vel á þetta. Ég vona bara að ég sé að fara að klára minn pakka," segir Þorgerður Anna. Hefur alltaf rétt fyrir sérÞorgerður Anna Atladóttir var markahæst í fyrstu fjórum leikjum eftir að pabbi hennar, Atli Hilmarsson, gerðist aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Þar á meðal skoraði hún fimmtán mörk í tveimur Evrópusigrum á Valencia á Spáni. „Það skiptir mig engu svakalegu máli. Hann mætir á alla leiki og hefur gríðarlegan áhuga á þessu. Við tölum um þetta allt saman hvort sem hann er þjálfarinn minn eða ekki," segir Þorgerður og það er ekkert talað meira en áður um handbolta á heimilinu. „Nei, við tölum ekkert meira um handbolta núna. Við sitjum alveg við kvöldmatarborðið og tölum um eitthvað annað. Hann hefur þjálfað mig áður og er líka svo rólegur. Það er eiginlega það versta að hann hefur eiginlega alltaf rétt fyrir sér og það þýðir ekkert að rökræða við hann," segir Þorgerður Anna. Ellefu sigrar í ellefu leikjumValsliðið er búið að vinna alla ellefu leiki tímabilsins, sjö í deild, tvo í Evrópukeppni, einn í meistarakeppninni og svo úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu. „Þetta hefur gengið mjög vel en samt erum við ekki alveg nógu sáttar. Við viljum meira og það er fullt af hlutum sem má laga í okkar leik. Við þurfum að einbeita okkur að því að laga þessa hluti því það þurfa allir hlutir að vera í lagi hjá okkur um helgina. Við þurfum líka að fylla Vodafone-höllina og búa til alvöru stemningu og fá fullkominn leik," segir Þorgerður Anna um leikinn á móti rúmenska liðinu. „Þetta verður ekki auðvelt en það eru möguleikar hjá okkur. Við bjuggumst ekki við því að það mundi ganga svona vel á Spáni," segir þorgerður Anna og bætir við: „Við erum búnar að sjá á myndböndum að þær eru ógeðslega stórar. Við þurfum að fá geðveika vörn og markvörslu og fá okkar hraðaupphlaup. Við ætlum að reyna að stríða þeim aðeins með hraðanum okkar," segir Þorgerður Anna en Valsliðið fór á kostum í fyrstu umferðinni þegar það sló út spænska liðið Valencia Aicequip 27-22 og 37-25. „Við vorum með bilaða trú á þessu og það var ógeðslega gaman að fá að spila á móti liði sem maður þekkti ekki og vissi því ekkert hvað maður væri að fara út í. Það gerði sigrana enn þá skemmtilegri," sagði Þorgerður Anna og Valsstelpurnar hafa vissulega unnið sér inn góðan stuðning í Vodafone-höllinni í dag og á morgun. Verð alltaf meðFyrri leikurinn fer fram klukkan 19.30 í kvöld og telst vera heimaleikur Vals en heimaleikur H.C. Zalau fer fram á sama stað klukkan 16.00 á morgun. En hvað með Þorgerði, verður hún í búning í Vodafone-höllinni í kvöld? „Ég held ég verði alltaf með," sagði Þorgerður hlæjandi en bætti svo við. „Ég vona að ég fái jákvæðar fréttir. Ég bíð við símann í dag og á morgun og bíð eftir svörum," sagði Þorgerður að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. Rúmensku stelpurnar fóru alla leið í úrslitaleik keppninnar í fyrravetur en Valskonur eru á heimavelli og hafa á móti unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Meiddist á hné á æfinguÞað er þó ekki öruggt að Valskonur geti teflt fram sínu sterkasta liði í leikjunum. Stórskyttan Þorgerður Anna Atladóttir meiddist á hné fyrir sjö dögum og var ekkert með í sigrum liðsins á Selfossi og FH í vikunni. „Ég var að koma úr myndatöku," sagði Þorgerður Anna þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ég meiddi mig í hnénu á æfingu á föstudaginn. Ég reif smá í liðþófanum í janúar og það er möguleiki á því að rifan hafi bara stækkað aðeins. Ég vona bara að þetta sé lítið eða ekkert," sagði Þorgerður Anna sem þarf að bíða eftir niðurstöðu læknisins um hvort þetta sé eitthvað sem geti versnað eða hvort það sé í lagi fyrir hana að spila leikina. „Það eru tveir leikir í næstu viku og svo er landsliðið að hittast eftir tíu daga. Þetta er ekki alveg besti tíminn til að meiða sig," segir Þorgerður sem hefur verið í stuði í vetur. „Ég er búin að finna mig mjög vel síðan að tímabilið byrjaði og þetta er því mjög leiðinlegur tímapunktur," segir Þorgerður sem er orðin þreytt á öllum þessum meiðslum sem banka reglulega upp á hjá henni. „Þetta fer nú að taka bráðum á sálarlífið. Ég er bara tvítug og líst ekki alveg nógu vel á þetta. Ég vona bara að ég sé að fara að klára minn pakka," segir Þorgerður Anna. Hefur alltaf rétt fyrir sérÞorgerður Anna Atladóttir var markahæst í fyrstu fjórum leikjum eftir að pabbi hennar, Atli Hilmarsson, gerðist aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Þar á meðal skoraði hún fimmtán mörk í tveimur Evrópusigrum á Valencia á Spáni. „Það skiptir mig engu svakalegu máli. Hann mætir á alla leiki og hefur gríðarlegan áhuga á þessu. Við tölum um þetta allt saman hvort sem hann er þjálfarinn minn eða ekki," segir Þorgerður og það er ekkert talað meira en áður um handbolta á heimilinu. „Nei, við tölum ekkert meira um handbolta núna. Við sitjum alveg við kvöldmatarborðið og tölum um eitthvað annað. Hann hefur þjálfað mig áður og er líka svo rólegur. Það er eiginlega það versta að hann hefur eiginlega alltaf rétt fyrir sér og það þýðir ekkert að rökræða við hann," segir Þorgerður Anna. Ellefu sigrar í ellefu leikjumValsliðið er búið að vinna alla ellefu leiki tímabilsins, sjö í deild, tvo í Evrópukeppni, einn í meistarakeppninni og svo úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu. „Þetta hefur gengið mjög vel en samt erum við ekki alveg nógu sáttar. Við viljum meira og það er fullt af hlutum sem má laga í okkar leik. Við þurfum að einbeita okkur að því að laga þessa hluti því það þurfa allir hlutir að vera í lagi hjá okkur um helgina. Við þurfum líka að fylla Vodafone-höllina og búa til alvöru stemningu og fá fullkominn leik," segir Þorgerður Anna um leikinn á móti rúmenska liðinu. „Þetta verður ekki auðvelt en það eru möguleikar hjá okkur. Við bjuggumst ekki við því að það mundi ganga svona vel á Spáni," segir þorgerður Anna og bætir við: „Við erum búnar að sjá á myndböndum að þær eru ógeðslega stórar. Við þurfum að fá geðveika vörn og markvörslu og fá okkar hraðaupphlaup. Við ætlum að reyna að stríða þeim aðeins með hraðanum okkar," segir Þorgerður Anna en Valsliðið fór á kostum í fyrstu umferðinni þegar það sló út spænska liðið Valencia Aicequip 27-22 og 37-25. „Við vorum með bilaða trú á þessu og það var ógeðslega gaman að fá að spila á móti liði sem maður þekkti ekki og vissi því ekkert hvað maður væri að fara út í. Það gerði sigrana enn þá skemmtilegri," sagði Þorgerður Anna og Valsstelpurnar hafa vissulega unnið sér inn góðan stuðning í Vodafone-höllinni í dag og á morgun. Verð alltaf meðFyrri leikurinn fer fram klukkan 19.30 í kvöld og telst vera heimaleikur Vals en heimaleikur H.C. Zalau fer fram á sama stað klukkan 16.00 á morgun. En hvað með Þorgerði, verður hún í búning í Vodafone-höllinni í kvöld? „Ég held ég verði alltaf með," sagði Þorgerður hlæjandi en bætti svo við. „Ég vona að ég fái jákvæðar fréttir. Ég bíð við símann í dag og á morgun og bíð eftir svörum," sagði Þorgerður að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira