Loftrýmisgæslan og samstaða Össur Skarphéðinsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun