Stærri og færri ráðuneyti 18. október 2012 05:00 Kveðið var á um stjórnkerfisbreytingar í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Rannsóknarskýrsla Alþingis gagnrýndi veikar einingar í stjórnsýslunni. fréttablaðið/vilhelm Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir þættir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir. Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðlilegir starfshættir í ríkisstjórn og verkstjórnarvald forsætisráðherra væri lítt skilgreint. Fundið var að því að í lögum væri ekki að finna á einum stað afmörkun á inntaki valdheimilda og skyldna sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síðustu áratugi hefur það færst í vöxt að stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega í höndum þeirra ráðherra sem eru formenn eða oddvitar þeirra flokka sem styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“ Þá var einnig komið inn á ráðherranefndir og samstarf einstakra ráðherra sín á milli.Breytingar boðaðar Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10. maí 2009. Þar var kveðið á um umtalsverðar stjórnkerfisumbætur sem ættu að gera þjónustu hins opinbera eins góða og kostur er. Boðað var að ráðuneytum yrði fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins færast til fjármálaráðuneytisins og í nýju ráðuneyti mannréttinda og dómsmála yrði lögð áhersla á lýð- og mannréttindi auk þess sem öll umsýsla kosninga yrði þar. „Heilbrigðisráðuneyti og félags- og tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuðust síðar í velferðarráðuneyti.Tillögur nefndar Forsætisráðuneytið skipaði nefnd, undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, sem lagði fram ítarlegar tillögur að breytingum. Lagt var til að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar yrði efldur með stærri ráðuneytum og stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnubrögð pólitískrar forystu og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Huga þyrfti að samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni, meðal annars með því að skýra skyldur varðandi skráningu upplýsinga. Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk eftirlitsaðila með fjármálamarkaði yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.Meira vald forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingum á lögum um stjórnarráðið 11. apríl 2011 og það varð að lögum 17. september sama ár. Nokkuð var deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til að mynda Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, að með þeim væri vald forsætisráðherra aukið til muna. Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði varðandi upptökur á ríkisstjórnarfundum. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geymast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð opinber eftir þrjátíu ár. Eftir breytinguna hefur forsætisráðherra meira vald til þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir þættir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir. Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðlilegir starfshættir í ríkisstjórn og verkstjórnarvald forsætisráðherra væri lítt skilgreint. Fundið var að því að í lögum væri ekki að finna á einum stað afmörkun á inntaki valdheimilda og skyldna sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síðustu áratugi hefur það færst í vöxt að stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega í höndum þeirra ráðherra sem eru formenn eða oddvitar þeirra flokka sem styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“ Þá var einnig komið inn á ráðherranefndir og samstarf einstakra ráðherra sín á milli.Breytingar boðaðar Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10. maí 2009. Þar var kveðið á um umtalsverðar stjórnkerfisumbætur sem ættu að gera þjónustu hins opinbera eins góða og kostur er. Boðað var að ráðuneytum yrði fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins færast til fjármálaráðuneytisins og í nýju ráðuneyti mannréttinda og dómsmála yrði lögð áhersla á lýð- og mannréttindi auk þess sem öll umsýsla kosninga yrði þar. „Heilbrigðisráðuneyti og félags- og tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuðust síðar í velferðarráðuneyti.Tillögur nefndar Forsætisráðuneytið skipaði nefnd, undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, sem lagði fram ítarlegar tillögur að breytingum. Lagt var til að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar yrði efldur með stærri ráðuneytum og stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnubrögð pólitískrar forystu og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Huga þyrfti að samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni, meðal annars með því að skýra skyldur varðandi skráningu upplýsinga. Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk eftirlitsaðila með fjármálamarkaði yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.Meira vald forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingum á lögum um stjórnarráðið 11. apríl 2011 og það varð að lögum 17. september sama ár. Nokkuð var deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til að mynda Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, að með þeim væri vald forsætisráðherra aukið til muna. Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði varðandi upptökur á ríkisstjórnarfundum. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geymast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð opinber eftir þrjátíu ár. Eftir breytinguna hefur forsætisráðherra meira vald til þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira