Innlent

Um­fangs­mikil lokun á köldu vatni í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Lokunin verður Lindahverfi, Smárahverfi, Digranesi og Kársnesi.
Lokunin verður Lindahverfi, Smárahverfi, Digranesi og Kársnesi.

Vegna framkvæmda við Arnarnesveg þarf að loka fyrir rennsli á köldu vatni í Lindahverfi, Smárahverfi, Digranesi og Kársnesi í Kópavogi. Lokunin hefst klukkan 22 í kvöld og stendur til klukkan sex að morgni þriðjudagsins daginn eftir.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að lokunin þýði að Kópavogslaug loki klukkan 21.30 í kvöld og opni á ný klukkan 10 á morgun.

„Lokunin er vegna vinnu við breytingar á stofnlögn og nær hún sem fyrr segir til Lindahverfis, og alls Kópavogs vestan Reykjanesbrautar (Smára, Digranes, Kársnes) .

Vinsamlegast athugið að það getur myndast loft í kerfinu eftir að vatni hefur aftur verið hleypt á og það getur verið skynsamlegt að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum.

Góð hugmynd gæti verið að fylla á vatnsflöskur fyrir klukkan 22.00 ef þörf er á vatni fyrir nóttina og setja vatn í fötur fyrir klósett.

Athugið að þau sem eru með varmaskipta geta lent í því að ekki komi heitt vatn á meðan lokun stendur.

Eingöngu kemur heitt vatn úr blöndunartækjum og því hætta á að fólk brenni sig ef skrúfað er frá krana,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×