Stærri og færri ráðuneyti 18. október 2012 05:00 Kveðið var á um stjórnkerfisbreytingar í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Rannsóknarskýrsla Alþingis gagnrýndi veikar einingar í stjórnsýslunni. fréttablaðið/vilhelm Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir þættir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir. Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðlilegir starfshættir í ríkisstjórn og verkstjórnarvald forsætisráðherra væri lítt skilgreint. Fundið var að því að í lögum væri ekki að finna á einum stað afmörkun á inntaki valdheimilda og skyldna sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síðustu áratugi hefur það færst í vöxt að stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega í höndum þeirra ráðherra sem eru formenn eða oddvitar þeirra flokka sem styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“ Þá var einnig komið inn á ráðherranefndir og samstarf einstakra ráðherra sín á milli.Breytingar boðaðar Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10. maí 2009. Þar var kveðið á um umtalsverðar stjórnkerfisumbætur sem ættu að gera þjónustu hins opinbera eins góða og kostur er. Boðað var að ráðuneytum yrði fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins færast til fjármálaráðuneytisins og í nýju ráðuneyti mannréttinda og dómsmála yrði lögð áhersla á lýð- og mannréttindi auk þess sem öll umsýsla kosninga yrði þar. „Heilbrigðisráðuneyti og félags- og tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuðust síðar í velferðarráðuneyti.Tillögur nefndar Forsætisráðuneytið skipaði nefnd, undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, sem lagði fram ítarlegar tillögur að breytingum. Lagt var til að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar yrði efldur með stærri ráðuneytum og stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnubrögð pólitískrar forystu og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Huga þyrfti að samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni, meðal annars með því að skýra skyldur varðandi skráningu upplýsinga. Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk eftirlitsaðila með fjármálamarkaði yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.Meira vald forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingum á lögum um stjórnarráðið 11. apríl 2011 og það varð að lögum 17. september sama ár. Nokkuð var deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til að mynda Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, að með þeim væri vald forsætisráðherra aukið til muna. Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði varðandi upptökur á ríkisstjórnarfundum. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geymast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð opinber eftir þrjátíu ár. Eftir breytinguna hefur forsætisráðherra meira vald til þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir þættir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir. Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðlilegir starfshættir í ríkisstjórn og verkstjórnarvald forsætisráðherra væri lítt skilgreint. Fundið var að því að í lögum væri ekki að finna á einum stað afmörkun á inntaki valdheimilda og skyldna sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síðustu áratugi hefur það færst í vöxt að stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega í höndum þeirra ráðherra sem eru formenn eða oddvitar þeirra flokka sem styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“ Þá var einnig komið inn á ráðherranefndir og samstarf einstakra ráðherra sín á milli.Breytingar boðaðar Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10. maí 2009. Þar var kveðið á um umtalsverðar stjórnkerfisumbætur sem ættu að gera þjónustu hins opinbera eins góða og kostur er. Boðað var að ráðuneytum yrði fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins færast til fjármálaráðuneytisins og í nýju ráðuneyti mannréttinda og dómsmála yrði lögð áhersla á lýð- og mannréttindi auk þess sem öll umsýsla kosninga yrði þar. „Heilbrigðisráðuneyti og félags- og tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuðust síðar í velferðarráðuneyti.Tillögur nefndar Forsætisráðuneytið skipaði nefnd, undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, sem lagði fram ítarlegar tillögur að breytingum. Lagt var til að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar yrði efldur með stærri ráðuneytum og stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnubrögð pólitískrar forystu og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Huga þyrfti að samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni, meðal annars með því að skýra skyldur varðandi skráningu upplýsinga. Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk eftirlitsaðila með fjármálamarkaði yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.Meira vald forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingum á lögum um stjórnarráðið 11. apríl 2011 og það varð að lögum 17. september sama ár. Nokkuð var deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til að mynda Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, að með þeim væri vald forsætisráðherra aukið til muna. Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði varðandi upptökur á ríkisstjórnarfundum. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geymast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð opinber eftir þrjátíu ár. Eftir breytinguna hefur forsætisráðherra meira vald til þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira