Mörg er matarholan Þórólfur Matthíasson skrifar 5. október 2012 00:30 Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun