Þjóðareignina í stjórnarskrána 27. september 2012 06:00 Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun