Fjallafár? Árni Páll Árnason skrifar 27. júlí 2012 06:00 Mikil umræða hefur að undanförnu spunnist um stöðu áforma Huangs Nubo um uppbyggingu ferðaþjónustu á Fjöllum. Ýmis sérkennileg teikn eru á lofti um það verkefni og misvísandi upplýsingar um eðli þess og hvort verkefnið feli í sér raunverulega viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu. Á þessu stigi er erfitt að kveða upp úr um slíkt. Við erum ung þjóð og þurfum nauðsynlega erlenda fjárfestingu, en þörf okkar fyrir hana má ekki leiða til vanhugsaðra ákvarðana. Við ættum öll að vera sammála um að mikilvægt sé að sveitarfélög bindi sér ekki bagga með fjárhagslegum skuldbindingum vegna kaupa á Grímsstöðum, ef ekki er ljóst að áformin gangi eftir, því ekki viljum við flytja á íslenskan almenning áhættu vegna óvissra fjárfestingaráforma einstaklinga. Með sama hætti verður að vera ljóst að áformin falli að innlendri skipulagslöggjöf og vinnulöggjöf, en feli ekki í sér að byggt verði kínverskt fríríki á Fjöllum þar sem kínverskir starfsmenn vinni og búi án tengsla við íslenskt samfélag. Og það verður að vera algerlega ljóst hver aðkoma kínverskra stjórnvalda er að verkefninu. Hitt er sérstakt áhyggjuefni hversu vanbúin við erum sem þjóð til að taka á málum sem þessu af nauðsynlegri yfirvegun og vandvirkni. Allir engjast í fári yfirlýsinga, jafnt ráðherrar og álitsgjafar, þar sem sífellt kröftugri flökkusögur og samsæriskenningar fá vængi. Þetta er óboðlegt ástand. Við þurfum að taka hagvarnir okkar alvarlega. Við viljum opið og frjálst hagkerfi, en það frelsi má hvorki valda íslenskum almenningi tjóni, né gera okkur undirseld dyntum erlends stórveldis. Þess vegna þarf faglega og vitræna greiningu á fjárfestingaráformum út frá þjóðaröryggi. Engin stofnun fer með slíkt verkefni í dag. Við höfum sjálf enga heimavinnu unnið. Hver er stefna Íslands varðandi uppbyggingu umskipunarhafnar vegna opnunar siglingaleiðar um Norðurskautið, spurðu þýskir blaðamenn mig fyrir nokkrum misserum. Ég gat engu svarað og get ekki enn. Við erum algerlega berskjölduð og bíðum þess bara að einhver John frá Bandaríkjunum, einhver Helmut frá Þýskalandi eða einhver Deng frá Kína banki hér upp á og leggi fram eitthvað ómótstæðilegt tilboð sem svara þarf með hraði. Við þurfum sjálfstraust og raunsæi til að halda úti opnu hagkerfi og huga að landvörnum í víðum skilningi. Í því samhengi er umhugsunarefni að við höfum miklar áhyggjur af áformum Kínverja á Norðurskautinu, en tökum okkur sífellt stöðu í klappliði Norðmanna, sem líklega hafa mest og skýrust yfirráðaáform á þessu svæði og eru okkar harðdrægustu keppinautar á helstu útflutningsmörkuðum. Slík bernsk kynþáttahyggja sæmir ekki alvöru þjóð. Við þurfum alltaf – gagnvart öllum – að haga efnahagsþróun okkar í samræmi við íslenska hagsmuni og verja hagkerfi okkar gegn spákaupmennsku og sókn í glópagull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur að undanförnu spunnist um stöðu áforma Huangs Nubo um uppbyggingu ferðaþjónustu á Fjöllum. Ýmis sérkennileg teikn eru á lofti um það verkefni og misvísandi upplýsingar um eðli þess og hvort verkefnið feli í sér raunverulega viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu. Á þessu stigi er erfitt að kveða upp úr um slíkt. Við erum ung þjóð og þurfum nauðsynlega erlenda fjárfestingu, en þörf okkar fyrir hana má ekki leiða til vanhugsaðra ákvarðana. Við ættum öll að vera sammála um að mikilvægt sé að sveitarfélög bindi sér ekki bagga með fjárhagslegum skuldbindingum vegna kaupa á Grímsstöðum, ef ekki er ljóst að áformin gangi eftir, því ekki viljum við flytja á íslenskan almenning áhættu vegna óvissra fjárfestingaráforma einstaklinga. Með sama hætti verður að vera ljóst að áformin falli að innlendri skipulagslöggjöf og vinnulöggjöf, en feli ekki í sér að byggt verði kínverskt fríríki á Fjöllum þar sem kínverskir starfsmenn vinni og búi án tengsla við íslenskt samfélag. Og það verður að vera algerlega ljóst hver aðkoma kínverskra stjórnvalda er að verkefninu. Hitt er sérstakt áhyggjuefni hversu vanbúin við erum sem þjóð til að taka á málum sem þessu af nauðsynlegri yfirvegun og vandvirkni. Allir engjast í fári yfirlýsinga, jafnt ráðherrar og álitsgjafar, þar sem sífellt kröftugri flökkusögur og samsæriskenningar fá vængi. Þetta er óboðlegt ástand. Við þurfum að taka hagvarnir okkar alvarlega. Við viljum opið og frjálst hagkerfi, en það frelsi má hvorki valda íslenskum almenningi tjóni, né gera okkur undirseld dyntum erlends stórveldis. Þess vegna þarf faglega og vitræna greiningu á fjárfestingaráformum út frá þjóðaröryggi. Engin stofnun fer með slíkt verkefni í dag. Við höfum sjálf enga heimavinnu unnið. Hver er stefna Íslands varðandi uppbyggingu umskipunarhafnar vegna opnunar siglingaleiðar um Norðurskautið, spurðu þýskir blaðamenn mig fyrir nokkrum misserum. Ég gat engu svarað og get ekki enn. Við erum algerlega berskjölduð og bíðum þess bara að einhver John frá Bandaríkjunum, einhver Helmut frá Þýskalandi eða einhver Deng frá Kína banki hér upp á og leggi fram eitthvað ómótstæðilegt tilboð sem svara þarf með hraði. Við þurfum sjálfstraust og raunsæi til að halda úti opnu hagkerfi og huga að landvörnum í víðum skilningi. Í því samhengi er umhugsunarefni að við höfum miklar áhyggjur af áformum Kínverja á Norðurskautinu, en tökum okkur sífellt stöðu í klappliði Norðmanna, sem líklega hafa mest og skýrust yfirráðaáform á þessu svæði og eru okkar harðdrægustu keppinautar á helstu útflutningsmörkuðum. Slík bernsk kynþáttahyggja sæmir ekki alvöru þjóð. Við þurfum alltaf – gagnvart öllum – að haga efnahagsþróun okkar í samræmi við íslenska hagsmuni og verja hagkerfi okkar gegn spákaupmennsku og sókn í glópagull.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun