Fjallafár? Árni Páll Árnason skrifar 27. júlí 2012 06:00 Mikil umræða hefur að undanförnu spunnist um stöðu áforma Huangs Nubo um uppbyggingu ferðaþjónustu á Fjöllum. Ýmis sérkennileg teikn eru á lofti um það verkefni og misvísandi upplýsingar um eðli þess og hvort verkefnið feli í sér raunverulega viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu. Á þessu stigi er erfitt að kveða upp úr um slíkt. Við erum ung þjóð og þurfum nauðsynlega erlenda fjárfestingu, en þörf okkar fyrir hana má ekki leiða til vanhugsaðra ákvarðana. Við ættum öll að vera sammála um að mikilvægt sé að sveitarfélög bindi sér ekki bagga með fjárhagslegum skuldbindingum vegna kaupa á Grímsstöðum, ef ekki er ljóst að áformin gangi eftir, því ekki viljum við flytja á íslenskan almenning áhættu vegna óvissra fjárfestingaráforma einstaklinga. Með sama hætti verður að vera ljóst að áformin falli að innlendri skipulagslöggjöf og vinnulöggjöf, en feli ekki í sér að byggt verði kínverskt fríríki á Fjöllum þar sem kínverskir starfsmenn vinni og búi án tengsla við íslenskt samfélag. Og það verður að vera algerlega ljóst hver aðkoma kínverskra stjórnvalda er að verkefninu. Hitt er sérstakt áhyggjuefni hversu vanbúin við erum sem þjóð til að taka á málum sem þessu af nauðsynlegri yfirvegun og vandvirkni. Allir engjast í fári yfirlýsinga, jafnt ráðherrar og álitsgjafar, þar sem sífellt kröftugri flökkusögur og samsæriskenningar fá vængi. Þetta er óboðlegt ástand. Við þurfum að taka hagvarnir okkar alvarlega. Við viljum opið og frjálst hagkerfi, en það frelsi má hvorki valda íslenskum almenningi tjóni, né gera okkur undirseld dyntum erlends stórveldis. Þess vegna þarf faglega og vitræna greiningu á fjárfestingaráformum út frá þjóðaröryggi. Engin stofnun fer með slíkt verkefni í dag. Við höfum sjálf enga heimavinnu unnið. Hver er stefna Íslands varðandi uppbyggingu umskipunarhafnar vegna opnunar siglingaleiðar um Norðurskautið, spurðu þýskir blaðamenn mig fyrir nokkrum misserum. Ég gat engu svarað og get ekki enn. Við erum algerlega berskjölduð og bíðum þess bara að einhver John frá Bandaríkjunum, einhver Helmut frá Þýskalandi eða einhver Deng frá Kína banki hér upp á og leggi fram eitthvað ómótstæðilegt tilboð sem svara þarf með hraði. Við þurfum sjálfstraust og raunsæi til að halda úti opnu hagkerfi og huga að landvörnum í víðum skilningi. Í því samhengi er umhugsunarefni að við höfum miklar áhyggjur af áformum Kínverja á Norðurskautinu, en tökum okkur sífellt stöðu í klappliði Norðmanna, sem líklega hafa mest og skýrust yfirráðaáform á þessu svæði og eru okkar harðdrægustu keppinautar á helstu útflutningsmörkuðum. Slík bernsk kynþáttahyggja sæmir ekki alvöru þjóð. Við þurfum alltaf – gagnvart öllum – að haga efnahagsþróun okkar í samræmi við íslenska hagsmuni og verja hagkerfi okkar gegn spákaupmennsku og sókn í glópagull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur að undanförnu spunnist um stöðu áforma Huangs Nubo um uppbyggingu ferðaþjónustu á Fjöllum. Ýmis sérkennileg teikn eru á lofti um það verkefni og misvísandi upplýsingar um eðli þess og hvort verkefnið feli í sér raunverulega viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu. Á þessu stigi er erfitt að kveða upp úr um slíkt. Við erum ung þjóð og þurfum nauðsynlega erlenda fjárfestingu, en þörf okkar fyrir hana má ekki leiða til vanhugsaðra ákvarðana. Við ættum öll að vera sammála um að mikilvægt sé að sveitarfélög bindi sér ekki bagga með fjárhagslegum skuldbindingum vegna kaupa á Grímsstöðum, ef ekki er ljóst að áformin gangi eftir, því ekki viljum við flytja á íslenskan almenning áhættu vegna óvissra fjárfestingaráforma einstaklinga. Með sama hætti verður að vera ljóst að áformin falli að innlendri skipulagslöggjöf og vinnulöggjöf, en feli ekki í sér að byggt verði kínverskt fríríki á Fjöllum þar sem kínverskir starfsmenn vinni og búi án tengsla við íslenskt samfélag. Og það verður að vera algerlega ljóst hver aðkoma kínverskra stjórnvalda er að verkefninu. Hitt er sérstakt áhyggjuefni hversu vanbúin við erum sem þjóð til að taka á málum sem þessu af nauðsynlegri yfirvegun og vandvirkni. Allir engjast í fári yfirlýsinga, jafnt ráðherrar og álitsgjafar, þar sem sífellt kröftugri flökkusögur og samsæriskenningar fá vængi. Þetta er óboðlegt ástand. Við þurfum að taka hagvarnir okkar alvarlega. Við viljum opið og frjálst hagkerfi, en það frelsi má hvorki valda íslenskum almenningi tjóni, né gera okkur undirseld dyntum erlends stórveldis. Þess vegna þarf faglega og vitræna greiningu á fjárfestingaráformum út frá þjóðaröryggi. Engin stofnun fer með slíkt verkefni í dag. Við höfum sjálf enga heimavinnu unnið. Hver er stefna Íslands varðandi uppbyggingu umskipunarhafnar vegna opnunar siglingaleiðar um Norðurskautið, spurðu þýskir blaðamenn mig fyrir nokkrum misserum. Ég gat engu svarað og get ekki enn. Við erum algerlega berskjölduð og bíðum þess bara að einhver John frá Bandaríkjunum, einhver Helmut frá Þýskalandi eða einhver Deng frá Kína banki hér upp á og leggi fram eitthvað ómótstæðilegt tilboð sem svara þarf með hraði. Við þurfum sjálfstraust og raunsæi til að halda úti opnu hagkerfi og huga að landvörnum í víðum skilningi. Í því samhengi er umhugsunarefni að við höfum miklar áhyggjur af áformum Kínverja á Norðurskautinu, en tökum okkur sífellt stöðu í klappliði Norðmanna, sem líklega hafa mest og skýrust yfirráðaáform á þessu svæði og eru okkar harðdrægustu keppinautar á helstu útflutningsmörkuðum. Slík bernsk kynþáttahyggja sæmir ekki alvöru þjóð. Við þurfum alltaf – gagnvart öllum – að haga efnahagsþróun okkar í samræmi við íslenska hagsmuni og verja hagkerfi okkar gegn spákaupmennsku og sókn í glópagull.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun