Oliver Cromwell Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. júlí 2012 06:00 Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun