Enn birtir til í efnahagslífinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. júní 2012 06:00 Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun