Menningarminjar okkar allra Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. júní 2012 06:00 Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun