Menningarminjar okkar allra Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. júní 2012 06:00 Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun