Ásgeir, Vigdís og Kristján gátu þetta 1. mars 2012 06:00 Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun