Skráargatið Siv Friðleifsdóttir skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Flestir eru sammála um að heilsan er ein aðalforsenda góðra lífsgæða. Ánægjulegt er að fylgjast með því hve áhugi á lýðheilsumálum vex á Íslandi. Æ fleiri íhuga mataræði sitt og reyna að velja hollar matvörur. Líkamsrækt í einhverju formi er líka að verða eðlilegur þáttur daglegs lífs. Stjórnvöld hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta lýðheilsu. Á síðasta ári var samþykkt að takmarka hlutfall leyfilegs magns transfitusýra í mat. Neytendur geta því nú gengið að því vísu að transfitusýrur í mat séu ekki meira en 2% af fitumagni vörunnar. Ísland er annað landið í heiminum sem samþykkti slíkt, Danmörk var fyrst. Undirrituð hefur einnig unnið að fleiri málum sem hafa verið í skoðun á Alþingi og tengjast hollustu matvæla. Eitt þeirra er um að skyndibitastaðir upplýsi neytendur um hitaeiningainnihald skyndibitanna, sem staðirnir selja, þannig að neytendur eigi auðveldara með að taka upplýsta ákvörðun þegar slíkur matur er keyptur. Nú þegar er slíkt fyrirkomulag komið á sumstaðar erlendis. Hér á landi hefur t. d. Metro tekið slíkar merkingar upp og er það til fyrirmyndar. Hitt málið fjallar um að Ísland taki upp norræna hollustumerkið Skráargatið. Neytendur geta gengið að því vísu að matvara sem merkt er Skráargatinu uppfyllir þá kröfu að vera hollust í sínum matvöruflokki. Þegar metið er hvort matvara er nógu holl til að verðskulda merkingu með Skráargatinu er sérstaklega skoðað innihald hennar s.s. sykur, fita og salt. Alþingi hefur nú samþykkt að taka upp Skráargatið á Íslandi. Nú þegar hefur t.d. Mjólkursamsalan merkt tvo skyrdrykki með Skráargatinu. Íslenskir neytendur munu því eiga auðveldara með að velja holla matvöru hratt og örugglega þegar merkið hefur fest sig í sessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að heilsan er ein aðalforsenda góðra lífsgæða. Ánægjulegt er að fylgjast með því hve áhugi á lýðheilsumálum vex á Íslandi. Æ fleiri íhuga mataræði sitt og reyna að velja hollar matvörur. Líkamsrækt í einhverju formi er líka að verða eðlilegur þáttur daglegs lífs. Stjórnvöld hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta lýðheilsu. Á síðasta ári var samþykkt að takmarka hlutfall leyfilegs magns transfitusýra í mat. Neytendur geta því nú gengið að því vísu að transfitusýrur í mat séu ekki meira en 2% af fitumagni vörunnar. Ísland er annað landið í heiminum sem samþykkti slíkt, Danmörk var fyrst. Undirrituð hefur einnig unnið að fleiri málum sem hafa verið í skoðun á Alþingi og tengjast hollustu matvæla. Eitt þeirra er um að skyndibitastaðir upplýsi neytendur um hitaeiningainnihald skyndibitanna, sem staðirnir selja, þannig að neytendur eigi auðveldara með að taka upplýsta ákvörðun þegar slíkur matur er keyptur. Nú þegar er slíkt fyrirkomulag komið á sumstaðar erlendis. Hér á landi hefur t. d. Metro tekið slíkar merkingar upp og er það til fyrirmyndar. Hitt málið fjallar um að Ísland taki upp norræna hollustumerkið Skráargatið. Neytendur geta gengið að því vísu að matvara sem merkt er Skráargatinu uppfyllir þá kröfu að vera hollust í sínum matvöruflokki. Þegar metið er hvort matvara er nógu holl til að verðskulda merkingu með Skráargatinu er sérstaklega skoðað innihald hennar s.s. sykur, fita og salt. Alþingi hefur nú samþykkt að taka upp Skráargatið á Íslandi. Nú þegar hefur t.d. Mjólkursamsalan merkt tvo skyrdrykki með Skráargatinu. Íslenskir neytendur munu því eiga auðveldara með að velja holla matvöru hratt og örugglega þegar merkið hefur fest sig í sessi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun