Sex þúsund tonn af sælgæti – Sex þúsund tonn af grænmeti 21. febrúar 2012 06:00 Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Þeir starfsmenn sem unnu þessa könnun hafa fylgst með þróun á matarvenjum landsmanna í mörg ár og hafa lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á hollu mataræði og hvaða þýðingu það hefur fyrir lýðheilsu. Verkefnisstjóri hjá landlækni sagði í fréttum nýlega að sælgætisneyslan væri komin út í algjöra vitleysu og það væri nær að gera grænmeti og ávöxtum hærra undir höfði.30 tegundir af grænmeti Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata og gúrkur allt árið og paprikan fylgir fast eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin, tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt.Barist við offitu Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þung eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar og matvælaöryggis. Þá segja þeir að fræðsla og ráðgjöf til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings byggist á þeirri þekkingu sem fæst úr landskönnun sem þessari. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Þeir starfsmenn sem unnu þessa könnun hafa fylgst með þróun á matarvenjum landsmanna í mörg ár og hafa lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á hollu mataræði og hvaða þýðingu það hefur fyrir lýðheilsu. Verkefnisstjóri hjá landlækni sagði í fréttum nýlega að sælgætisneyslan væri komin út í algjöra vitleysu og það væri nær að gera grænmeti og ávöxtum hærra undir höfði.30 tegundir af grænmeti Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata og gúrkur allt árið og paprikan fylgir fast eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin, tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt.Barist við offitu Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þung eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar og matvælaöryggis. Þá segja þeir að fræðsla og ráðgjöf til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings byggist á þeirri þekkingu sem fæst úr landskönnun sem þessari. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun