Þjóðleikhúsið eða Skjár Einn? 21. febrúar 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun