Gróska í menningarlífi Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun