Hin rússneska María Aljókhína, sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir mótmælum í kirkju í Moskvu í febrúar á þessu ári, situr nú í einangrun.
María var dæmd ásamt tveimur öðrum meðlimum hljómsveitarinnar Pussy Riot.
Að sögn rússneskra fjölmiðla fór María fram á að verða flutt á öryggisálmu fangabúðanna sem hún er vistuð í.
Samkvæmt fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi sagði María að hún hefði átt erfið samskipti við samfanga sína.