Íslenski boltinn

Strákarnir náðu ekki jafnteflinu og eru úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óliver Sigurjónsson.
Óliver Sigurjónsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenska 19 ára landsliðið er úr leik í undankeppni EM í fótbolta eftir 0-2 tap á móti Georgíu í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir fengu þrjú stig af fjórum mögulegum í fyrstu tveimur leikjunum og nægði jafntefli til þess að tryggja sér sæti í milliriðli.

Bachana Arabuli, fyrirliði Georgíumanna, skoraði bæði mörk liðsins á 40. og 78. mínútu.

Króatar unnu 7-1 sigur á Aserbaídsjan á sama tíma og unnu því riðilinn. Georgía og Ísland voru bæði með fjögur stig en Georgíumenn eru ofar á sigrinum í innbyrðisleik liðanna í dag.

Íslenska liðið hafði áður unnið 2-1 sigur á Aserbaídsjan og gert 2-2 jafntefli við Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×