Íslenski boltinn

Bessi Víðisson: Skoraði fimm mörk í lokaleiknum og tryggði sér markakóngstitilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bessi Víðisson
Bessi Víðisson Mynd/Fésbókarsíða Bessa
Bessi Víðisson, 22 ára framherji í sameiginlegu liði Dalvíkur og Reynis, er markakóngur í 2. deild karla í fótbolta en það þurfti fimm marka leik hjá kappanum til að hann næði markakóngstitlinum af Þórði Birgissyni hjá KF.

Bessi og félagar í Dalvík/Reyni mættu botnliði KFR í lokaumferðinni og unnu 9-0 stórsigur. Bessi vissi fyrir leikinn að Þórður Birgisson var búinn að skora þremur mörkum meira en hann í sumar.

Bessi Víðisson skoraði fjögur mörk á fyrsta hálftímanum og innsiglaði síðan fimmuna með því að skora áttunda mark liðsins 16 mínútum fyrir leikslok.

Þórður Birgisson skoraði bara eitt mark í 2-2 jafntefli Hamars og KF og missti því Bessa upp fyrir sig. Markið hans Þórðar var hinsvegar KF-liðinu afar dýrmætt því það skaut liðinu upp um deild.

Bessi Víðisson var á sínu öðru tímabili með Dalvík/Reynir í 2. deildinni en hann bætti sig um 14 mörk frá því í fyrra þegar hann skoraði "bara" 4 mörk í 18 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×