Íslenski boltinn

Hjörtur náði hundraðasta marki sínu í 1. deild í síðustu umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Júlíus Hjartarson.
Hjörtur Júlíus Hjartarson. Mynd/Daníel
Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði fyrir Víking Reykjavík í 3-3 jafntefli á móti Vikingi Ólafsvík í lokaumferð 1. deildar karla í gær. Hjörtur var að skora þarna sannkallað tímamótamark því þetta var hundraðasta mark hans í næstefstu deild.

Markið dugði Hirti þó ekki til að taka markakóngstitil deildarinnar því markakóngurinn var Guðmundur Steinn Hafsteinsson úr Víkingi Ólafsvík sem skoraði einu marki meira en Hjörtur í sumar.

Hjörtur var á sínu níunda tímabili í b-deildinni en þar af hafa fimm þeirra verið frá og með árinu 2007. Hjörtur hefur skorað þessi 100 mörk í 161 leik en hann er síðan líka með 47 mörk í 140 leikjum í efstu deild.

Hjörtur lék sína fyrstu leiki í b-deildinni sumarið 1995 þegar hann skoraði 10 mörk í 17 leikjum með Skallagrími.

Skallagrímur (52 leikir/38 mörk) er eitt sex liða Hjartar í b-deildinni en hann hefur einnið spilað með Völsungi (18/6), Þrótti (21/18), Selfossi (10/7), ÍA (40/22) og svo Víkingi (20/9) í sumar.

Tímabil Hjartar í b-deildinni:

1995 Skallagrímur - 17/10

1996 Völsungur - 18/6

1998 Skallagrímur - 17/10

1999 Skallagrímur - 18/18

2007 Þróttur - 21/18

2009 Selfoss - 10/7

2010 ÍA - 21/7

2011 ÍA - 19/15

2012 Víkingur - 20/9

Samtals: 161 leikur/100 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×