Íslenski boltinn

Þróttarar á miklu skriði í 1. deildinni - sjáið mörkin í skellinum á toppliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karl Brynjar Björnsson.
Karl Brynjar Björnsson. Mynd/Anton
Þróttarar ætla að vera með í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni næsta sumar þótt að liðið hafi aðeins náð að vinna tvo af fyrstu tólf deildarleikjum sínum í sumar.

Þróttarar sýndu styrk sinn með því að vinna 4-1 stórsigur á toppliði Víkinga úr Ólafsvík í gærkvöldi en þeir höfðu áður vakið mikla athygli með því að komast alla leið í undanúrslit Borgunarbikarins.

Halldór Arnar Hilmisson og Guðfinnur Þórir Ómarsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Þrótt í leiknum í gær en öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleiknum. Sporttv sýndi leikinn í beinni og það er hægt að sjá mörkin með því að smella hér.

Halldór Arnar skoraði fyrsta markið á 49. mínútu þegar hann slapp í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir markvörðinn og Guðfinnur Þórir Ómarsson kom Þrótti í 2-0 eftir léttan dans í teignum.

Guðmundur Magnússon minnkaði muninn úr víti á 68. mínútu en mínútu síðar skoraði Halldór sitt annað mark þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Hlyns Haukssonar. Guðfinnur Þórir skoraði síðan fjórða og síðasta markið á 82. mínútu eftir að hafa fengið flotta stungusendingu frá Sigmundi Kristjánssyni.

Þróttur hefur nú nú unnið fjóra deildarleiki í röð þar af sigri á Víking Ólafsvík (1. sæti), Þór Akureyri (3. sæti) og Haukum (5. sæti) en þessum 12 stigum í fjórum leikjum eru Þróttararnir komnir upp í 4. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá 2. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×