Stúlkurnar úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot vilja að mál gegn þeim verði fellt niður á þeim grundvelli að dómstóllinn sé pólitísk hlutdrægur og hlusti ekki á þeirra sjónarmið.
Þær voru dæmdar í sex mánaða gæsluvarðhald í síðasta mánuði en réttarhöld gegn þeim hafa staðið yfir síðustu mánuði. Stúlkurnar hafa verið í fangelsi frá því í febrúar síðastliðnum þegar þær stormuðu upp að altarinu í dómkirkju í Moskvu og hrópuðu "María mey hrektu Pútin á brott".
Þetta fór fyrir brjóstið á forráðamönnum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sem kærðu stúlkurnar fyrir guðlast og krefjast þungra dóma yfir þeim.
Málið hefur vakið mikla víða um heim og var meðal annars meðferðinni á þeim mótmælt við rússneska sendiráðið í byrjun síðasta manaðar.