Íslenski boltinn

Þrjú rauð og Þróttarasigur í Laugardalnum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Ernir
Það var hart tekist á í Laugardalnum í dag þegar Þróttarar unnu Þórsara á Valbjarnarvellinum í síðasta leik 13. umferðar 1. deildar karla. Þróttarar skoruðu sigurmarkið sitt úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með níu menn inn á vellinum.

Leiknir Ágústsson, dómari leiksins, stal sviðsljósinu en hann gaf tíu spjöld í leiknum, sjö gul og þrjú rauð spjöld. Leiknir rak meðal annars báða fyrirliða liðanna útaf, þá Hall Hallsson hjá Þrótti og Svein Elías Jónsson hjá Þór.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Þróttar og Þórs á Valbjarnarvellinum í dag og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×