Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason á Valbjarnarvelli skrifar 8. júlí 2012 18:36 Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi
Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira