Íslenski boltinn

KA vann Þór og Fjölnismenn fóru á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA.
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA.
Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og stórleikur kvöldsins var nágrannaslagur Akureyrarliðanna KA og Þórs. KA vann þar dramatískan 3-2 sigur á nágrönnunum sínum en Þórsliðið missti fyrir vikið toppsætið til Fjölnismanna sem unnu á sama tíma 2-0 sigur á Tindastól.

KA-menn eru búnir að vera í basli í sumar og voru aðeins búnir að vinna einn leik í fyrstu sex umferðum sumarsins. Enski varnarmaðurinn Darren Lough skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok en Þórsarar höfðu jafnað úr vítaspyrnu á 73. mínútu.

Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik og KA-menn skoruðu sigurmarkið eftir að Guðmundur Óli Steingrímsson var farinn útaf með rautt spjald. Darren Lough skoraði sigurmarkið með skalla eftir aukaspyrnu Jóhanns Helgasonar.

Bjarni Gunnarsson og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnismanna í 2-0 sigri á Tindaastól en Fjölnir er með eins stigs forskot á Þór eftir leiki kvöldsins.

Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:

Fjölnir - Tindastóll 2-0

1-0 Bjarni Gunnarsson (26.), 2-0 Þórir Guðjónsson (71.)

ÍR - Þróttur 0-0

KA - Þór 3-2

0-1 Ármann Pétur Ævarsson (47.), 1-1 Haukur Hinriksson (51.), 2-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (58.), 2-2 Kristinn Þór Björnsson, víti (73.), 3-2 Darren Lough (88.)

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af netsíðunni úrslit.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×