Samtaka nú Thor Vilhjálmsson skrifar 17. febrúar 2011 06:00 Í erfidrykkju mikillar sæmdarkonu í sinni sveit sem allir lofuðu daglangt í ræðum og skálum þá kvaddi sér hljóðs héraðsskáld sem menn væntu hjá fagurrar slaufu á ræðuhöldin. Í ræðu sinni gat hann þess, þegar hann sló fram sínu trompspili mærðar, að svo hefði konan verið mikil og merk, að hún hefði jafnvel haft mannsvit. Hvernig hefði haldizt byggð á Íslandi ef konurnar hefðu ekki borið uppi allt og brugðizt við öllu sem kæmi upp á heima fyrir þegar karlarnir voru í verinu, í öðrum landshlutum iðulega? Þá voru konurnar nánast eins og í vísu Stephans G. Stephanssonar: „Löngum var ég læknir minn, / lögfræðingur, prestur, / smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur hestur." Fyrir utan það að fæða sjálft lífið og fóstra það og skýla fyrir öllum áföllum; spá í veður, vita hvenær væri óhætt að senda barn á næsta bæ; finna á sér gestakomur, hvort það væri lífs eða liðið, kunna háttvísibrögð gagnvart draugum og koma forsendingum af sér, líka þegar ekki yrði beitt öðru en rétt kveðinni vísu, til að verja ríki sitt og afkvæmi og bú meðan maðurinn barðist á framandi slóðum í verinu við ofríki náttúrunnar og hafofsa þegar því var að skipta á litlum árabátum. Enn byggist allt hið dýrmætasta í lífinu og ævintýrum þess á konunum. Körlum verður oft áfátt með því að vanmeta atgervi kvenna. Og hlunnfara samfélagið með því að þær hafi ekki réttmæt tækifæri til að njóta sín til sameiginlegra heilla. Það ætti að vera keppikeflið: samstilling, gagnkvæm virðing. Og vinna þá til þess að verðskulda hana. Það er kannski farið að gleymast núna þetta sem var svo mikilvægt þegar bátar voru settir fram til að róa eftir lífsbjörg, fyrir utan sjóbænir. Þá var sagt: Samtaka nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Í erfidrykkju mikillar sæmdarkonu í sinni sveit sem allir lofuðu daglangt í ræðum og skálum þá kvaddi sér hljóðs héraðsskáld sem menn væntu hjá fagurrar slaufu á ræðuhöldin. Í ræðu sinni gat hann þess, þegar hann sló fram sínu trompspili mærðar, að svo hefði konan verið mikil og merk, að hún hefði jafnvel haft mannsvit. Hvernig hefði haldizt byggð á Íslandi ef konurnar hefðu ekki borið uppi allt og brugðizt við öllu sem kæmi upp á heima fyrir þegar karlarnir voru í verinu, í öðrum landshlutum iðulega? Þá voru konurnar nánast eins og í vísu Stephans G. Stephanssonar: „Löngum var ég læknir minn, / lögfræðingur, prestur, / smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur hestur." Fyrir utan það að fæða sjálft lífið og fóstra það og skýla fyrir öllum áföllum; spá í veður, vita hvenær væri óhætt að senda barn á næsta bæ; finna á sér gestakomur, hvort það væri lífs eða liðið, kunna háttvísibrögð gagnvart draugum og koma forsendingum af sér, líka þegar ekki yrði beitt öðru en rétt kveðinni vísu, til að verja ríki sitt og afkvæmi og bú meðan maðurinn barðist á framandi slóðum í verinu við ofríki náttúrunnar og hafofsa þegar því var að skipta á litlum árabátum. Enn byggist allt hið dýrmætasta í lífinu og ævintýrum þess á konunum. Körlum verður oft áfátt með því að vanmeta atgervi kvenna. Og hlunnfara samfélagið með því að þær hafi ekki réttmæt tækifæri til að njóta sín til sameiginlegra heilla. Það ætti að vera keppikeflið: samstilling, gagnkvæm virðing. Og vinna þá til þess að verðskulda hana. Það er kannski farið að gleymast núna þetta sem var svo mikilvægt þegar bátar voru settir fram til að róa eftir lífsbjörg, fyrir utan sjóbænir. Þá var sagt: Samtaka nú.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun