Samtaka nú Thor Vilhjálmsson skrifar 17. febrúar 2011 06:00 Í erfidrykkju mikillar sæmdarkonu í sinni sveit sem allir lofuðu daglangt í ræðum og skálum þá kvaddi sér hljóðs héraðsskáld sem menn væntu hjá fagurrar slaufu á ræðuhöldin. Í ræðu sinni gat hann þess, þegar hann sló fram sínu trompspili mærðar, að svo hefði konan verið mikil og merk, að hún hefði jafnvel haft mannsvit. Hvernig hefði haldizt byggð á Íslandi ef konurnar hefðu ekki borið uppi allt og brugðizt við öllu sem kæmi upp á heima fyrir þegar karlarnir voru í verinu, í öðrum landshlutum iðulega? Þá voru konurnar nánast eins og í vísu Stephans G. Stephanssonar: „Löngum var ég læknir minn, / lögfræðingur, prestur, / smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur hestur." Fyrir utan það að fæða sjálft lífið og fóstra það og skýla fyrir öllum áföllum; spá í veður, vita hvenær væri óhætt að senda barn á næsta bæ; finna á sér gestakomur, hvort það væri lífs eða liðið, kunna háttvísibrögð gagnvart draugum og koma forsendingum af sér, líka þegar ekki yrði beitt öðru en rétt kveðinni vísu, til að verja ríki sitt og afkvæmi og bú meðan maðurinn barðist á framandi slóðum í verinu við ofríki náttúrunnar og hafofsa þegar því var að skipta á litlum árabátum. Enn byggist allt hið dýrmætasta í lífinu og ævintýrum þess á konunum. Körlum verður oft áfátt með því að vanmeta atgervi kvenna. Og hlunnfara samfélagið með því að þær hafi ekki réttmæt tækifæri til að njóta sín til sameiginlegra heilla. Það ætti að vera keppikeflið: samstilling, gagnkvæm virðing. Og vinna þá til þess að verðskulda hana. Það er kannski farið að gleymast núna þetta sem var svo mikilvægt þegar bátar voru settir fram til að róa eftir lífsbjörg, fyrir utan sjóbænir. Þá var sagt: Samtaka nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Í erfidrykkju mikillar sæmdarkonu í sinni sveit sem allir lofuðu daglangt í ræðum og skálum þá kvaddi sér hljóðs héraðsskáld sem menn væntu hjá fagurrar slaufu á ræðuhöldin. Í ræðu sinni gat hann þess, þegar hann sló fram sínu trompspili mærðar, að svo hefði konan verið mikil og merk, að hún hefði jafnvel haft mannsvit. Hvernig hefði haldizt byggð á Íslandi ef konurnar hefðu ekki borið uppi allt og brugðizt við öllu sem kæmi upp á heima fyrir þegar karlarnir voru í verinu, í öðrum landshlutum iðulega? Þá voru konurnar nánast eins og í vísu Stephans G. Stephanssonar: „Löngum var ég læknir minn, / lögfræðingur, prestur, / smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur hestur." Fyrir utan það að fæða sjálft lífið og fóstra það og skýla fyrir öllum áföllum; spá í veður, vita hvenær væri óhætt að senda barn á næsta bæ; finna á sér gestakomur, hvort það væri lífs eða liðið, kunna háttvísibrögð gagnvart draugum og koma forsendingum af sér, líka þegar ekki yrði beitt öðru en rétt kveðinni vísu, til að verja ríki sitt og afkvæmi og bú meðan maðurinn barðist á framandi slóðum í verinu við ofríki náttúrunnar og hafofsa þegar því var að skipta á litlum árabátum. Enn byggist allt hið dýrmætasta í lífinu og ævintýrum þess á konunum. Körlum verður oft áfátt með því að vanmeta atgervi kvenna. Og hlunnfara samfélagið með því að þær hafi ekki réttmæt tækifæri til að njóta sín til sameiginlegra heilla. Það ætti að vera keppikeflið: samstilling, gagnkvæm virðing. Og vinna þá til þess að verðskulda hana. Það er kannski farið að gleymast núna þetta sem var svo mikilvægt þegar bátar voru settir fram til að róa eftir lífsbjörg, fyrir utan sjóbænir. Þá var sagt: Samtaka nú.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar