Auðvitað er rekið kjördæmapot 15. desember 2011 06:00 Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar