Ósanngjarn niðurskurður 30. nóvember 2011 06:00 Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun