Lýðræðinu hætta búin með viðskiptasamningi Smári McCarthy skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun