Sögubrot af þjóðum 10. nóvember 2011 06:00 Sögulegur samanburður orkar alltaf tvímælis. Sagan endurtekur sig ekki, en hún getur búið til hliðstæður, þegar dæmafáar aðstæður þjóða spretta af svipuðum toga. Um þetta eru fjölmörg dæmi. Við Íslendingar erum ekkert einstætt sögulegt fyrirbæri. Fleiri þjóðir hafa þurft að glíma við óvænt og þungbær áföll. Sennilega hefur engin þjóð í Evrópu orðið fyrir eins miklu allsherjar sálarlegu áfalli og upplausn sem þýska þjóðin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það er ekki ófróðlegt að fara yfir viðbrögð þeirra og síðan okkar eftir hrunið. Þýskaland milli stríðaÞýskaland tapaði fyrri heimsstyrjöldinni. Stór hluti þjóðarinnar hafði stutt þátttöku landsins í stríðinu í mikilli andlegri brjálsemi. Endalok stríðsins ollu geðshræringu þjóðarinnar. Keisarinn flúði og vopnuð átök urðu á götum úti. Þjóðrembumenn leituðu svikaranna sem töpuðu stríðinu og fundu þá í gyðingum og sósíalistum. Tekist var heiftarlega á um öll þjóðmál, ríkisstjórnir lifðu skamma hríð og höfðu enga fasta meirihluta. Innan ríkisstjórnanna voru átök. Markið hríðféll, verðbólga varð stjarnfræðileg og atvinnuleysi náði áður óþekktum hæðum. Allsleysi fólks varð bæði áberandi og átakanlegt. Öfgar og ofstæki fengu byr undir báða vængi. Þungar stríðsskaðabætur skerptu átökin. Þjóðin skiptist í andstæðar fylkingar, þá sem neituðu að borga og sögðu það landráð að semja og hina sem vildu semja, sögðu þetta afleiðingu skilyrðislausrar uppgjafar. Aðrir kostir væru herseta og einangrun með hafnbanni. Samningar tókust, en Hitler sagði nei, við borgum ekki. Tekist var á um „þýsk gildi“ sem þýddi foringjaræði eða „óþýsk gildi“, sem var vesturevrópskt lýðræði. Endalok þessarar upplausnar og átaka þekkja allir. Þýska þjóðremban sigraði, fáheyrðar ofsóknir gengu í garð, kúgun þjóðfélagshópa og geðþótta aftökur hófust, allt í nafni ástar á landi og þjóð. Þjóðin einangraðist frá grönnum sínum, hóf helförina og loks nýtt heimsstríð. Landið svo lagt í rúst. Þýska þjóðin hafði tapað aftur. Ísland eftir hrunÍsland tapaði fjármálastríðinu 2008. Þjóðin og ríkisstjórnir tóku heils hugar þátt í herferðinni. Hér myndaðist allsherjar brjálsemi, eins og sagt hefur verið. Ofvaxnir bankar hrundu, stjórnmálin lentu í kreppu og gjaldmiðill þjóðarinnar hríðféll. Efnahagur landsins lenti í miklum ógöngum. Fjölskyldur fóru á vonarvöl, fyrirtæki lentu unnvörpum undir hamrinum, skuldir þjóðarinnar hrönnuðust upp. Atvinnuleysið varð meira en við höfðum kynnst á lýðveldistímum. Mikil og hatrömm átök urðu um það hvort okkur bæri að greiða Icesave-reikninginn, sem var sá fjárhagsskaði sem hægt var að gera þjóðina ábyrga fyrir. Rökin með og móti voru efnislega áþekk þeim sem færð voru fram í Þýskalandi. Eins og þar varð neiið ofan á hér. „Íslensk gildi“ voru endurvakin og í mótsögn við „evrópsk“. Hver bar ábyrgð á hruninu? Mikil átök voru og eru um leiðir út úr kreppunni, eins og hægt sé að aka margar upplýstar hraðbrautir burt. Mest er þó ófriðarbálið um framtíðina. Eigum við að sækja okkur styrk í samfélagi grannþjóðanna eða vera áfram ein á báti, „íslensk gildi“ hafi gefist svo vel. Átök eru einnig innan stjórnarinnar. Ólafur Ragnar gengur opinberlega í berhögg við stefnu ríkisstjórnarinnar og sýnir Alþingi lítilsvirðingu. Völdin skipta meira máli en verkin. Sjá menn einhvern skyldleika við Þýskaland á upplausnarárunum? Sigrar þjóðremban hér einnig? Átökin um framtíðinaÞótt Ísland og Þýskaland séu ólík lönd að stærð, legu, sögu og menningu og samanburður því skældur, eru margar hliðstæður áþekkar. Það rýrir þó þennan samanburð að við höfum ekki klárað dæmið enn. Við erum ekki komin út úr afleiðingum af töpuðu útrásarstríði. Þjóðverjar völdu þjóðrembuleiðina og töpuðu aftur. Við vitum enn ekki hvor armurinn vinnur stríðið um framtíðina, þeir sem vilja náið samstarf við granna okkar eða hinir sem vilja standa einir. Á þeirri niðurstöðu veltur afar mikið. Við erum heldur engir eftirbátar Þjóðverja í átökum átakanna vegna. Það sýndu bæði Icesave og smánarlegt septemberþing. Við leysum ekki þjóðarvandann á þann hátt, frekar en Þjóðverjar. Í þessu andstreymi höfum við þó borið gæfu til að hafa sömu ríkisstjórnina um nokkurt skeið. Það eitt er mikilvægt á tímum upplausnar. Það er ekki endilega það sama og að hún hafi alltaf gert rétta hluti á réttum tíma. Það segir heldur ekkert um innri veikleika hennar. En það hefur verið samfella í stjórnarathöfnum, ekki endilega samræmi eða samkvæmni, heldur samfella. Henni hefur þrátt fyrir allt tekist að koma okkur áleiðis til heilbrigðara þjóðlífs. Ekki hlaupið til og virkjað á handahlaupum, eins og oft áður, heldur unnið með sígandi lukku. Það bendir margt til þess að við munum ná þolanlegri lendingu í efnahagsmálum, þótt enn sé of margt ógert. En önnur framtíð er óráðin, bæði stjórnskipan þjóðarinnar sem og tengsl okkar við Evrópu. Hvort tveggja skiptir sköpum. Því er of snemmt að segja til um hvort við endum eins og Þjóðverjar – töpum aftur – eða komum sterkari til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Sögulegur samanburður orkar alltaf tvímælis. Sagan endurtekur sig ekki, en hún getur búið til hliðstæður, þegar dæmafáar aðstæður þjóða spretta af svipuðum toga. Um þetta eru fjölmörg dæmi. Við Íslendingar erum ekkert einstætt sögulegt fyrirbæri. Fleiri þjóðir hafa þurft að glíma við óvænt og þungbær áföll. Sennilega hefur engin þjóð í Evrópu orðið fyrir eins miklu allsherjar sálarlegu áfalli og upplausn sem þýska þjóðin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það er ekki ófróðlegt að fara yfir viðbrögð þeirra og síðan okkar eftir hrunið. Þýskaland milli stríðaÞýskaland tapaði fyrri heimsstyrjöldinni. Stór hluti þjóðarinnar hafði stutt þátttöku landsins í stríðinu í mikilli andlegri brjálsemi. Endalok stríðsins ollu geðshræringu þjóðarinnar. Keisarinn flúði og vopnuð átök urðu á götum úti. Þjóðrembumenn leituðu svikaranna sem töpuðu stríðinu og fundu þá í gyðingum og sósíalistum. Tekist var heiftarlega á um öll þjóðmál, ríkisstjórnir lifðu skamma hríð og höfðu enga fasta meirihluta. Innan ríkisstjórnanna voru átök. Markið hríðféll, verðbólga varð stjarnfræðileg og atvinnuleysi náði áður óþekktum hæðum. Allsleysi fólks varð bæði áberandi og átakanlegt. Öfgar og ofstæki fengu byr undir báða vængi. Þungar stríðsskaðabætur skerptu átökin. Þjóðin skiptist í andstæðar fylkingar, þá sem neituðu að borga og sögðu það landráð að semja og hina sem vildu semja, sögðu þetta afleiðingu skilyrðislausrar uppgjafar. Aðrir kostir væru herseta og einangrun með hafnbanni. Samningar tókust, en Hitler sagði nei, við borgum ekki. Tekist var á um „þýsk gildi“ sem þýddi foringjaræði eða „óþýsk gildi“, sem var vesturevrópskt lýðræði. Endalok þessarar upplausnar og átaka þekkja allir. Þýska þjóðremban sigraði, fáheyrðar ofsóknir gengu í garð, kúgun þjóðfélagshópa og geðþótta aftökur hófust, allt í nafni ástar á landi og þjóð. Þjóðin einangraðist frá grönnum sínum, hóf helförina og loks nýtt heimsstríð. Landið svo lagt í rúst. Þýska þjóðin hafði tapað aftur. Ísland eftir hrunÍsland tapaði fjármálastríðinu 2008. Þjóðin og ríkisstjórnir tóku heils hugar þátt í herferðinni. Hér myndaðist allsherjar brjálsemi, eins og sagt hefur verið. Ofvaxnir bankar hrundu, stjórnmálin lentu í kreppu og gjaldmiðill þjóðarinnar hríðféll. Efnahagur landsins lenti í miklum ógöngum. Fjölskyldur fóru á vonarvöl, fyrirtæki lentu unnvörpum undir hamrinum, skuldir þjóðarinnar hrönnuðust upp. Atvinnuleysið varð meira en við höfðum kynnst á lýðveldistímum. Mikil og hatrömm átök urðu um það hvort okkur bæri að greiða Icesave-reikninginn, sem var sá fjárhagsskaði sem hægt var að gera þjóðina ábyrga fyrir. Rökin með og móti voru efnislega áþekk þeim sem færð voru fram í Þýskalandi. Eins og þar varð neiið ofan á hér. „Íslensk gildi“ voru endurvakin og í mótsögn við „evrópsk“. Hver bar ábyrgð á hruninu? Mikil átök voru og eru um leiðir út úr kreppunni, eins og hægt sé að aka margar upplýstar hraðbrautir burt. Mest er þó ófriðarbálið um framtíðina. Eigum við að sækja okkur styrk í samfélagi grannþjóðanna eða vera áfram ein á báti, „íslensk gildi“ hafi gefist svo vel. Átök eru einnig innan stjórnarinnar. Ólafur Ragnar gengur opinberlega í berhögg við stefnu ríkisstjórnarinnar og sýnir Alþingi lítilsvirðingu. Völdin skipta meira máli en verkin. Sjá menn einhvern skyldleika við Þýskaland á upplausnarárunum? Sigrar þjóðremban hér einnig? Átökin um framtíðinaÞótt Ísland og Þýskaland séu ólík lönd að stærð, legu, sögu og menningu og samanburður því skældur, eru margar hliðstæður áþekkar. Það rýrir þó þennan samanburð að við höfum ekki klárað dæmið enn. Við erum ekki komin út úr afleiðingum af töpuðu útrásarstríði. Þjóðverjar völdu þjóðrembuleiðina og töpuðu aftur. Við vitum enn ekki hvor armurinn vinnur stríðið um framtíðina, þeir sem vilja náið samstarf við granna okkar eða hinir sem vilja standa einir. Á þeirri niðurstöðu veltur afar mikið. Við erum heldur engir eftirbátar Þjóðverja í átökum átakanna vegna. Það sýndu bæði Icesave og smánarlegt septemberþing. Við leysum ekki þjóðarvandann á þann hátt, frekar en Þjóðverjar. Í þessu andstreymi höfum við þó borið gæfu til að hafa sömu ríkisstjórnina um nokkurt skeið. Það eitt er mikilvægt á tímum upplausnar. Það er ekki endilega það sama og að hún hafi alltaf gert rétta hluti á réttum tíma. Það segir heldur ekkert um innri veikleika hennar. En það hefur verið samfella í stjórnarathöfnum, ekki endilega samræmi eða samkvæmni, heldur samfella. Henni hefur þrátt fyrir allt tekist að koma okkur áleiðis til heilbrigðara þjóðlífs. Ekki hlaupið til og virkjað á handahlaupum, eins og oft áður, heldur unnið með sígandi lukku. Það bendir margt til þess að við munum ná þolanlegri lendingu í efnahagsmálum, þótt enn sé of margt ógert. En önnur framtíð er óráðin, bæði stjórnskipan þjóðarinnar sem og tengsl okkar við Evrópu. Hvort tveggja skiptir sköpum. Því er of snemmt að segja til um hvort við endum eins og Þjóðverjar – töpum aftur – eða komum sterkari til baka.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun