Íslenski boltinn

Landsliðið getur verið grimmur vettvangur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Þorsteinsson afhendir Heimi Hallgrímssyni landsliðstreyjuna.
Geir Þorsteinsson afhendir Heimi Hallgrímssyni landsliðstreyjuna. Mynd/Vilhelm
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að þó svo að KSÍ hafi farið þá leið að ráða erlendan þjálfara að þessu sinni séu þjálfarar á Íslandi nógu hæfir til þess að stjórna íslenska landsliðinu.

„Ég átti samtöl við íslenska þjálfara en lína stjórnar KSÍ var sú að erlendur þjálfari væri fyrsti kostur. Þess vegna fórum við þá leið,“ sagði Geir.

„Ég er þeirrar skoðunar að við eigum nógu góða þjálfara. Ólafur stóð sig vel sem þjálfari en árangurinn féll ekki með honum. Við eigum marga aðra og allir vita að Guðjón Þórðarson er mjög hæfur þjálfari.“

Geir bendir á að margir af fremstu þjálfurum landsins í dag séu lítt reyndir og hann segir það mikilvægt að þeir næli sér í meiri reynslu áður en þeir fái tækifæri með landsliðinu.

„Það er fjöldi efnilegra þjálfara að koma upp og það væri gott fyrir þá að öðlast meiri reynslu. Landsliðsþjálfarastarfið er krefjandi og það er auðvelt að brenna sig á því starfi. Landsliðið getur verið grimmur vettvangur og því er gott að hafa mikla reynslu áður en maður tekur við A-landsliðinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×