Litlir heilar og stórir Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá ályktun að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hljóta flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsárangur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í samræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við". „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rannsakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynjum t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila fullorðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum" (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í NeuroImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mismunandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig rúmmál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni" (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræðilega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng" (bls. 37). Ljóst er að starfshópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að meðaltali um 10% stærri að rúmmáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksrúmmáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mestur um sig en rúmmál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksrúmmáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að rúmmál heila segi til um þroskastöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismunandi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsárangur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: http://strakar.files.wordpress.com/2011/09/starfshc3b3pur-um-nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá ályktun að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hljóta flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsárangur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í samræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við". „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rannsakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynjum t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila fullorðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum" (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í NeuroImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mismunandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig rúmmál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni" (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræðilega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng" (bls. 37). Ljóst er að starfshópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að meðaltali um 10% stærri að rúmmáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksrúmmáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mestur um sig en rúmmál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksrúmmáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að rúmmál heila segi til um þroskastöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismunandi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsárangur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: http://strakar.files.wordpress.com/2011/09/starfshc3b3pur-um-nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar