Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík Hilmar Sigurðsson skrifar 12. október 2011 06:00 Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samningurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsvegar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niðurskurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögnuð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkisins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyrirsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum ársreikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimmfaldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stendur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvikmyndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með tilheyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmyndaefni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahagspólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samningurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsvegar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niðurskurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögnuð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkisins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyrirsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum ársreikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimmfaldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stendur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvikmyndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með tilheyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmyndaefni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahagspólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun