Umræðan má ekki hljóðna Ólína Þorvarðardóttir skrifar 18. júní 2011 07:00 Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun