Umræðan má ekki hljóðna Ólína Þorvarðardóttir skrifar 18. júní 2011 07:00 Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun